Thursday, March 29, 2012

You will never know your limits unless you push yourself to them!



Ég á þægindahring og vil helst ekki yfirgefa hann. Það að vera örugg er góð tilfinning. En stundum er hollt að gera eitthvað sem maður er ekki öruggur með, skora aðeins á sjálfan sig. Það getur samt verið erfitt!

Þægindahringurinn getur staðið fyrir svo margt í daglegu lífi. Þessa dagana reynir mest á minn þægindahring í ræktinni.

Það kemur oft fyrir á æfingum að ég þarf gera hluti sem ég mikla mikið fyrir mér... Æfingar sem ég efa sjálfa mig um að ég hafi getu eða styrk til að framkvæma þær.



... Röddin: "Glætan að þú getir þetta!" öskrar í höfðinu á mér... auðveldasta leiðin væri bara að bakka og labba í burtu... En það að velja alltaf auðveldustu leiðina er ekki endilega það besta.

Þegar ég tek þunga skrefið út fyrir hringinn þá þarf ég að kæfa neikvæðu röddina og grafa eftir jákvæðu og hvetjandi röddinni, "Koma svo! Þú getur allt!" ... Stundum finn ég ekki röddina, og held mig bara á mínu örugga svæði... en svo kemur það fyrir að ég finn röddina og þorið... Anda djúpt... Og oftar en ekki kem ég sjálfri mér á óvart að ég hafi yfirstigið hindrunina... og hún var bara alls ekki eins erfið og ég var búin að búast við.


Þegar það heppnast hjá mér, að stíga út fyrir, þá finnst mér ég hafa sigrað heiminn! Tilfinningin er æðisleg!


Við lifum í samfélagi þar sem álit annarra skiptir okkur allt of miklu máli.


Afhverju leggjum við ekki meiri áherslur á okkur sjálf í staðin fyrir að pæla í hvað öðrum finnst um mann sjálfan? Álit annarra á ekki að trufla okkur í því sem við viljum gera.


Ef einhver segir þér að þú getir ekki... eitthvað Sannaðu fyrir hinum sama að hann hafi rangt fyrir sér!


Ég er stöðugt að réttlæta það fyrir öðrum afhverju ég vilji lyfta lóðum og verða sterkari. Sem mér finnst kjánalegt því að það á ekki að skipta neinu máli fyrir aðra hvað ég er að gera, nema ef áhuginn er jákvæður... Ég fæ ennþá neikvæðar spurningar hvort ég ætli að verða eins og einhver sterakelling? Hvort ég vilji frekar vera vöðvuð heldur en mjó? Hvort mér finnist virkilega fallegt að vera kona með vöðva?...


Ég verð aldrei sterakelling, ég vil verða heilsuhraust og sátt við sjálfa mig! 
Ég mun aldrei verða mjó, en grennri og flottari í vextinum! Og já! Mér finnst fallegt að vera kona með vöðva!

Til þess að ná mínum markmiðum þá þarf ég að taka á honum stóra mínum og gera kjánalega, erfiða og jafnvel óyfirstíganlega hluti (að mínu mati)! Ég þarf að yfirgefa minn þægindahring og örugglega oftar en ég mun þora! En ég get, ég ætla og ég skal!


Þetta er hluti af stóra púsluspilinu mínu... og þessi hluti af því spili mun komast á réttan stað að lokum.


Ég get allt! ;)




Sunday, February 26, 2012

Too much ego will kill your talent...


Ég verð að viðurkenna að það fer smá í fínustu taugarnar þegar fólk gefur aldrei hrós, heldur er alltaf þyggjandinn.

Það þekkja allir þessa týpu. Egóið er í yfirsnúning hjá viðkomandi og hann mun aldrei gefa af því með því að segja eitthvað jákvætt og uppbyggjandi við annan en sjálfan sig. Manneskjan talar einungis um hvað honum gengur vel en ræðir aldrei velgengni annarra, gerir jafnvel lítið úr henni.

Er þetta hollt? Er þetta jákvætt? Er þetta ekki soldið fráhrindandi?


Það að hrósa einhverjum er ekki bara ávinningur fyrir þyggjandann, heldur líka þann sem gefur. Þú ert ekkert að tapa stolti með því að segja að einhver annar sé að gera góða hluti. Ef þú ert virkilega að standa þig þá þarftu ekki að gorta þig, árangurinn mun skila sér ósjálfrátt.


Það er gott að hafa í huga: Fyrir hvern ertu að gera þessa góðu hluti? Fyrir þig sjálfa/n eða "áhorfandann"... ;)


Það er ótrúlegt hvað það er góð tilfinning að hrósa einhverjum og sjá að það gleður viðkomandi.


Hrós þarf ekkert að vera stórt orð eða miklar yfirlýsingar.

"Þú stendur þig vel!"

"Fínt á þér hárið."
"Þú ert frábær kokkur."
"Þú lítur svo vel út."

Mér finnst yndislegt að segja það sem mér finnst og fá svo bros til baka og finna að viðkomandi virkilega kunni að meta hólið.

Gefum okkur tíma. Stöldrum við. Brosum til viðkomandi og segjum eitthvað fallegt sem við meinum frá dýpstu hjartarótum. Þú gætir bjargað deginum, vikunni og jafnvel mánuðinum hjá viðkomandi... og hjá þér í leiðinni!


Sum orð gleymir maður aldrei... þá er betra að þau sé hrós heldur en last...


"Takk..." og einlægt bros getur lýst upp svartasta myrkur.

... svo er ótrúlegt hvað einlægt bros getur hlýjað manni frá toppi til táar
... Mana þig til að prufa! ;)



Sunday, February 12, 2012

You must believe in yourself!


Klukkan er 5:50
Vekjarinn djöflast í símanum hjá mér.
Ég rétt næ að opna vinstra augað til að finna símaófétið sem er farið að öskra mjög hátt á mig.
Ég næ að slökkva. Það fyrsta sem ég hugsa er: Helvítis!!

Druslast síðan framúr... má engan tíma missa því Anna sys kemur að ná í mig eftir max 15mínútur.
Fer í átaksgallann á hraða snigilsins, ennþá með annað augað lokað.

Rekst örugglega utaní dyrastafina, næ ekki jafnvæginu þegar ég klæði mig í sokkana, sparka í baðviktina... ótrúlegt hvað hún er alltaf fyrir mér!

Váhh hvað ég væri bara til í að sofa lengur. Get ég ekki bara verið "veik" í dag?... Dæs!

Búin að koma mér í dressið, búin að hrista saman orkudrykkinn, búin að fá mér hálfan banana. Tek íþróttaskóna, handklæðið, húslyklana og "hraða" mér út. Anna komin.

Mætt í skúrinn. Fæ að heyra hverjar æfingar dagsins eru. Þessi hugsun á sér stað á hverri æfingu: Garg! Ég get þessa æfingu pottþétt ekki.... hefur samt aldrei gerst að ég geti ekki eitthvað á æfingunni... Markmið: Stroka þessa hugsun út, því ég get allt!

Svo hefjast átökin. Svitinn, hitinn, hvatningin, útrásin, púlið, erfiðið, hláturinn, bætingar og sælan!

Ég gat allar æfingarnar!... Hefði alveg getað betur í sumum æfingum. En hey! Ég mætti þó og reyndi eins og ég gat!... geri þá bara betur næst!

Beint heim í sturtu. Með bros á vör. Hamingjusamari en allt! Elska bætingar. Elska að lyfta. Elska það að vera í kringum svona frábært fólk. Elska það að hafa ekki verið "veik" í morgun!

Bætingarnar gefa manni auka búst! Hrósið lætur mann ganga um á bleiku skýi! Hvatningin hjálpar manni að komast í gegnum hrikalega erfiða æfingu! Marblettirnir segja manni að ég hafi verið að taka á því... eða ég vil meina það! :)

Ég mun aldrei skrópa á æfingu. Ég mun aldrei hætta að æfa. Ég mun setja mér fleiri og fleiri markmið, því ég mun ná þeim markmiðum sem ég hef í dag og þá þarf ég ný! Markmiðaskráin mín er að verða ansi þétt, en ég er líka að stroka helling út þó að slatti bætist líka við.

Núna ætla ég að hætta að segja: Helvítis! þegar ég vakna á morgnana til að koma mér á æfingu. Ég ætla að segja: Hell Yeah!

Svo er málið að vera ánægð með restina af deginum. Ánægð með að vera farin að líða svona vel. Ánægð með að hafa drifið sig af stað. Ánægð með að vera til!

... og síðast en alls ekki síst: Brosa! ;)







Thursday, February 9, 2012

Become the strongest version of you!


Stundum þá er erfitt að ímynda sér að maður eigi nokkurn tíman eftir að jafna sig á hlutum sem hafa sært mann... Manni verkjar það mikið að tilhugsunin um að það verði allt í lagi einn daginn er svo langt í burtu, það langt í burtu að maður heldur að sá tími muni aldrei koma.

Tárin eru orðin of mörg, hnúturinn er orðinn alltof stór... og orkan sem fer í að reyna að jafna sig og halda andlitinu, gæti lýst upp heilt þorp...

Ég á yndislega fjölskyldu og bestu vini í heimi... Sem hafa bara stutt mig, þurrkað tárin mín og sagt mér að þetta verði allt í lagi... 

Núna er bara að trúa því... að það verði allt í lagi.

Þetta er spurning um að geta rifið sig á fætur einn daginn, horft í spegil og sjá að þetta er eitthvað sem manneskjan sem þú sérð, á ekki að þurfa að upplifa þennan sársauka aftur og aftur! Þarna er gullfalleg manneskja, að innan sem að utan og hún á ekki skilið að vera í svona mörgum molum. Núna er tíminn til að púsla sér saman. 

Núna er þetta komið gott! Ég reif mig á fætur! Og hugsaði: Helvíti, nú tekur þú þig saman í andlitinu stelpa!!

Ég. Um mig. Frá mér. Til mín..... Kominn tími til að þessi fallega stelpa fái að njóta sín eins og hún er... en ekki eins og einhver annar vill að hún sé... Kominn tími að brosið komi frá hjartanu en ekki bara vörunum... Kominn tími til að verða hamingjusöm.

Ég er núna að vinna í að púsla mér saman... tek eitt og eitt stykki upp og set það þar sem brotið á heima... Þetta er drullu erfitt... svo erfitt að stundum þá sé ég ekki fyrir endann á þessu ferli... svo erfitt vegna þess að stundum bætast fleiri brot við sem maður hafði ekki hugmynd um að hefðu áhrif...
Núna er stelpan samt komin á skrið... er orðin sterkari! Bæði andlega og líkamlega.... og það er svo gott!

Stelpan er
 byrjuð að lyfta, mætt í ræktina og farin að láta stálið finna fyrir því... þessi sem var með núll sjálfstraust, bogið bak og brotin.  

Það er svo gott að geta lagst á bekkinn og ýtt upp 40kg... segi ekki að það sé létt fyrir mig... en ég get það! Svo gott að horfa á stöng sem er 90kg þegar maður er nýbúin að "dedda" hana... "Sneið af köku!".

Ég hef fengið hin ýmsu komment sem býta mig ekki... "Vóhh á bara að verða alger jaki?!"... "Veist að þú grennist ekkert á að vera að lyfta!"... "Stelpur sem lyfta eru ekki sexý!"... og ég hugsa bara: KJAFTÆÐI!

Ég get alveg verið kvenleg, grönn og sexý! Þetta er spurning um hugarfar, réttar æfingar, vilja og sjálfstraust!... og að vera alveg sama um hvað náunganum finnst... því þetta er eitthvað sem ég er að gera fyrir sjálfa mig og engann annann!


Það að mæta í ræktina með yndislegu og hvetjandi fólki er ómetanlegt... Að fá aftur og aftur hvatningu og staðfestingu frá þjálfara um að ég get allt, gefur mér ego boost! Gefur mér von um að það sé mjög stutt í þennan dag sem allt verður í lagi.

Ég lyfti af því að þar fæ ég útrás! Ég lyfti því að mér finnst frábært að sjá bætingar! Ég lyfti því ég fæ sjálfstraust kikk þegar þjálfarinn hrósar mér! Ég lyfti af því að það hjálpar mér að styrkja mig og belive it, grenna mig! Ég lyfti því þetta er frábær félagsskapur! Ég lyfti af því að ég nýt þess! Ég lyfti því það hjálpar mér að púsla mér aftur saman!

Ég þarf að púsla mér saman sjálf til að lifa af... Ég er mín eigin hetja!...